Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 890
27. október, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. október 2022 þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem eftirfarandi upplýsingar vantar eða þarf að gera betur grein fyrir: Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er svæðið skilgreint sem miðsvæði M24. Gera þarf grein fyrir samræmi breytingarinnar við Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, hvað varðar blöndun byggðar þar sem verið er að minnka hlutfall atvinnustarfsemi á miðsvæði og breyta í hreint íbúðarsvæði. Í greinargerð þarf að rökstyðja og gera grein fyrir forsendum breytingarinnar og samráði við hagsmunaaðila. Gera þarf grein fyrir hvernig almennum markmiðum deiliskipulagsins verði náð hvað varðar uppbyggingu verslunar og þjónustu fyrir svæðið í heild sinni og setja í samengi við fyrirhugaða uppbyggingu á minnkuðu A svæði skv. deiliskipulaginu. Gera þarf grein fyrir fyrirhuguðum fjölda íbúða, eða fjölgun íbúða á svæðinu en heimildir eru fyrir 250-300 íbúðum í gildandi deiliskipulagi.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211