Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2020 var lögð fram fyrirspurn
Sedrus ehf.
dags. 4. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna reits G sem felst m.a. í fjölgun íbúða úr 75 íbúðum í allt að 115 íbúðir, fjölgun bílastæða í kjallara úr 40 stæðum í allt að 80 stæði, setja sameiginlegt garðhýsi/geymslu í miðgarði o.fl., samkvæmt tillöguhefti
Krads ehf.
dags. 28. febrúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2020.