Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100