Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 646
25. ágúst, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum, ásamt því að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan við einbýlishús á lóð nr. 48 við Ægisíðu. Erindi var grenndarkynnt frá 21. júlí 2017 til og með 18. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsfélag Lynghaga 26 og 28, dags. 17. ágúst 2017, Helga Björk Árnadóttir og Hlynur Kristjánsson, dags. 17. ágúst 2017, Guðmundur Siemsen hdl. frá Advel lögmönnum f.h. Öldu Brynju Birgisdóttur og Lee Robert Nelson, dags. 17. ágúst 2017, Guðmundur Siemsen hdl. frá Advel lögmönnum f.h. Árna Þór Bjarnasonar og Ásdísi Öldu Þorsteinsdóttur, dags. 17. ágúst 2017 og Sigurþór Heimisson og Ólöf Sigurðardóttir, dags. 18. ágúst 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst tölvupóstur frá Öldu Brynju Birgisdóttur f.h. íbúa að Lynghaga 17, dags. 22.ágúst, þar sem óskað er eftir að gert verði skuggavarp af fyrirhugaðri nýbyggingu og athugasemd frá Ólafi Mathiesen, dags. 25. ágúst 2017.
Stækkun: 162,3 ferm., 496,6 rúmm. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn SN150475 dags. 09.11.2015. Gjald kr. 10.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211