breyting á deiliskipulagi
Köllunarklettsvegur 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 855
4. febrúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst hækkun á núverandi byggingu úr tveimur hæðum í fjórar hæðir, stækkun á byggingarreit til suðvesturs til að koma fyrir viðbyggingu fyrir flóttastiga og breyting á fjölda bílastæða samkvæmt reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2021 til og með 2. febrúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar V. Arnarsson og Auður Katrín Víðisdóttir, dags. 29. janúar 2022, Diljá Agnarsdóttir og Hrafn Þorri Þórisson dags. 1. febrúar 2022 og Rakel Björk Benediktsdóttir dags. 2. febrúar 2022. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þórdísi Völu og fjölskyldu dags. 3. janúar 2022 og Maríu Arnardóttur dags. 4. febrúar 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.