framkvæmdaleyfi
Sjómannaskólareitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 791
2. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Rafael Pereira Campos De Pinho dags. 14. september 2020 um uppbyggingu á Sjómannaskólareit sem felst í að byggja 60 hagkvæmar íbúðir á reit K1, K2 og K3 og sameiginlegt þjónustuhús fyrir íbúana á reit K4, svalir megi vera 1,6 m út fyrir byggingarreit í stað 1 m, hámarkslengd einstakra kvista verði aukin, mögulegt verður að setja rafhleðslustöðvar við fyrirhuguð bílastæði bakvið Sjómannaskólann ásamt fjölgun deilibílastæða á borgarlandi við Sjómannaskólann o.fl., samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2020 samþykkt.