breyting á deiliskipulagi
Langholtsvegur 113
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 621
17. febrúar, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 29. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að stækka húsið og heimila rekstur gististaðar og veitingastaðar í flokki II í húsinu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 28. september 2016. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Valgeir Helgi Bergþórsson, dags. 13. janúar 2017, Gunnar Þór Pálsson, dags. 13. janúar 2017, Jóhann Haukur Gunnarsson, dags. 13. janúar 2017, Særún Sigurðardóttir, dags. 16. janúar 2017, Oddný Þorsteinsdóttir, dags. 8. febrúar 2017, Berglind H. Guðmundsdóttir f.h. íbúa við Langholtsveg 110A, dags. 12. febrúar 2017, Bergljót S. Einarsdóttir og Magnús Guðmundsson, dags. 12. febrúar 2017, Einar Páll Tamimi f.h. húsfélagsins að Langholtsvegi 109-111, dags. 12. febrúar 2017, Benjamín Sigursteinsson f.h. 55 íbúa, dags. 13. febrúar 2017, Magnús Einarsson f.h. Efniviðs dags. 13. febrúar 2017, Arinbjörn Vilhjálmsson f.h. Karlakórsins Fóstbræðra, dags. 13. febrúar 2017 og Lilja Sigrún Jónsdóttir f.h. stjórnar íbúasamtaka Laugardals, dags. 13. febrúar 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

104 Reykjavík
Landnúmer: 105095 → skrá.is
Hnitnúmer: 10015779