Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. nóvember 2016 var lögð fram umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 29. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að stækka húsið og heimila rekstur gististaðar og veitingastaðar í flokki II í húsinu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 28. september 2016. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014.