Kvistir á norðurhlið, lækkun garðs, nýr stigi og ýmsar smá breytingar.
Fjölnisvegur 11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 701
19. október, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á norðurhlið, gera nýjan stiga milli annarrar hæðar og riss, breyta innra fyrirkomulagi og lækka land við suðurhlið húss á lóð nr. 11 við Fjölnisveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .Jafnframt er erindi BN055016 dregið til baka. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018. Stækkun: 9,9 ferm., 17,1 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 9,10,12 og 13 og Sjafnargötu 8. 10. 12 og 14.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..

101 Reykjavík
Landnúmer: 102662 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009929