Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 31. júlí 2018 um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er aukið á reit B úr 0.3 í 0.5 og lóðir endurskilgreindar þannig að í stað þess að vera hringlaga þá er þeim breytt í ferhyrnda, samkvæmt uppdrætti
TAG teiknistofu ehf.
dags. 30. júlí 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.