breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Saltvík
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 573
12. febrúar, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2016 var lögð fram umsókn Atla Kjartans Guðbjörnssonar f.h. Stjörnueggja ehf., mótt. 1. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á reit A er aukið úr 0,1 í 0,2 og byggingarreitur er skilgreindur og að byggingarreitur á reit C er færður til, að núverandi vegi, og byggingarreitur er skilgreindur, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu, dags. 1. febrúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Áður en auglýsing á breytingu deiliskipulags fer fram, þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014.