Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun vesturhluta skipulags Vallá færð austar nær býlinu. Einnig er lega aðkomuvegar breytt vegna nýrra afkærra undirgangna undir Vesturlandsveg. Nýr hliðarvegur er áætlaður vestan við Litlu Vallá sem er ný tenging. Lega reiðleiðar er færð austur fyrir Esjuveg, samkvæmt uppdrætti
Landslags ehf.
dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.