minnkun lóðar og stofnun nýrra lóða
Kollagrund 2, Klébergsskóli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund 2. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Klébergsskóla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að vesturlandsvegi færast í átt að skólanum um u.þ.b. 5 metra, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 5. maí 2021 til og með 22. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri Klébergsskóla og bergs dags. 22. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 1. júlí 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2021 samþykkt.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.