breyting á deiliskipulagi
Mógilsá og Kollafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 434
8. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2013 var lagt fram erindi Janus endurhæfingar ehf. dags. 21. febrúar 2013 um leyfi fyrir uppsetningu húss í landi Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins við Mógilsá. Um er að ræða samstarfsverkefni Janus endurhæfingar, Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans í Svíþjóð vegna náttúrutengdrar atvinnuendurhæfingar fyrir einstaklinga með streitutengda geðræna sjúkdóma. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013.
Svar

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013 eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.