Á fundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2013 var lagt fram erindi
Janus endurhæfingar ehf.
dags. 21. febrúar 2013 um leyfi fyrir uppsetningu húss í landi Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins við Mógilsá. Um er að ræða samstarfsverkefni Janus endurhæfingar, Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans í Svíþjóð vegna náttúrutengdrar atvinnuendurhæfingar fyrir einstaklinga með streitutengda geðræna sjúkdóma. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013.