breyting á deiliskipulagi
Mógilsá og Kollafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 749
1. nóvember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.