Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2022 var lögð er fram fyrirspurn Hjördísar Hendriksdóttur dags. tölvupósts 21. mars 2022 ásamt greinargerð ódags. þar sem óskað er eftir að skráning skv. gildandi deiliskipulagi Mógilsá-Kollafjarðar, verði leiðrétt fyrir lóðina Austurkot (fastanúmer 2085301) þannig að lóðin verði skráð í deiliskipulagi sem lóð fyrir íbúðir en ekki sem sumarhúsaland. Lögð eru fram gögn þess efni sem sýna að greitt hafa verið fasteignagjöld af húsnæðinu sem einbýlishús á íbúðarhúsalóð. Um er að ræða 66 fm einbýlishús sem vantar nýjar veitulagnir og Veitur neita að koma að málinu þar sem skráning á húsinu/ lóðinni er sumarhús skv. skipulagi. Þannig er óskað eftir að deiliskipulagi verði breytt í samræmi við þá ósk um leiðréttingu sem er nefnd hér að framan. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2022.