Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Landslags, dags. 27. apríl 2017, að nýju deiliskipulagi fyrir Esjuhof, spildu úr Hofslandi I við Esjurætur á Kjalarnesi. Í tilögu að deiliskipulagi er gerð grein fyrir mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar og er m.a. verið að afmarka byggingarreit, bílastæði, hestagerði og stíga. Markmiðið er að byggja upp aðstöðu til að þjóna göngu-, hesta- og hjólreiðamönnum með salernisaðstöðu, hesta- og farangursskýli auk möguleika á kaffisölu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Stærð svæðisins sem skipulagið nær yfir er um 15 hektarar. Tillagan var auglýst frá 13. júní 2017 til og með 25. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.