Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2017, þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsins þar sem ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar vegna tengingar umrædds svæðis við Vesturlandsveg. Jafnframt er bent á að lagfæra gögn þannig að afmörkun byggingarreits sé í samræmi við fyrirhugað umfang bygginga þannig að minjar verði staðsettar utan hans og gera þarf grein fyrir aðkomu að deiliskipulagssvæðinu frá stígum ofar í hlíðinni.