Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga
Plúsarkitekta ehf.
að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr.
Plúsarkitekta ehf.
dags. 26. mars 2020 síðast br. 22. janúar 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019, húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020, greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 22. janúar 2021 br. 8. apríl 2021, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. janúar 2021. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2020 og bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 22. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2021 og með 26. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 10. mars 2021, Skipulagsstofnun dags.12. mars 2021, Veðurstofa Íslands dags. 24. mars 2021 og Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 26. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2021.