breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 22. júní 2021 ásamt bréfi dags. 22. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að skilgreindar eru manir við norðurenda svæðisins til þess að minnka vindálag á aðliggjandi lóðum, settjörn við norðausturenda Kalksléttu er felld út og ný sett í staðinn norvestan við Gullsléttu 16, lóðirnar Koparslétta 22 og Kalkslétta 1 eru sameinaðar í eina lóð og dreifistöðvar Veitna við Norðurgrafarveg 4A og 6A eru felldar út , samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 9. júní 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Gullsléttu 18 og Koparsléttu 20.
Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.