Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 22. júní 2021 ásamt bréfi dags. 22. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að skilgreindar eru manir við norðurenda svæðisins til þess að minnka vindálag á aðliggjandi lóðum, settjörn við norðausturenda Kalksléttu er felld út og ný sett í staðinn norðvestan við Gullsléttu 16, lóðirnar Koparslétta 22 og Kalkslétta 1 eru sameinaðar í eina lóð og dreifistöðvar Veitna við Norðurgrafarveg 4A og 6A eru felldar út , samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 9. júní 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. júlí 2021 til og með 20. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust.