breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 834
27. ágúst, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 22. júní 2021 ásamt bréfi dags. 22. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að skilgreindar eru manir við norðurenda svæðisins til þess að minnka vindálag á aðliggjandi lóðum, settjörn við norðausturenda Kalksléttu er felld út og ný sett í staðinn norðvestan við Gullsléttu 16, lóðirnar Koparslétta 22 og Kalkslétta 1 eru sameinaðar í eina lóð og dreifistöðvar Veitna við Norðurgrafarveg 4A og 6A eru felldar út , samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 9. júní 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. júlí 2021 til og með 20. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.