Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga
Landmótunar sf.
, dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Einnig er lagður fram skýringaruppdr.
Landmótunar sf.
, dags. 23. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 15. apríl 2016 til og með 27. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa, dags. 27. maí 2016, Haraldur Jónsson, dags. 25. maí 2016, Sigríður Ingólfsdóttir, dags. 27. maí 2016 og Steinn Friðgeirsson og Liselotte Widing, dags. 27. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. maí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 og er nú lagt fram að nýju.