breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi dags. 1. nóvember 2017 ásamt skýringaruppdr. og greinargerð dags. 1. nóvember 2017. Í breytingartillögu felast m.a. breytingar á lóðarstærðum og afmörkunum, breytingar á samgöngutengingum innan svæðis ásamt auknu plássi fyrir ofanvatnslausnir og settjarnir. Einnig eru skipulagsmörkin stækkuð lítillega, greinargerð yfirfarin og eldri skilmálatöflu skipt út fyrir nýja o.fl. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Minjavernd hf. f.h. Hafnareyjar ehf. dags. 8. janúar 2018, Lex lögmannsstofa f.h. Ottós Ólafssonar og Þorbjargar Gígja dags. 15. febrúar 2018, umhverfisnefnd Mosfellsbæjar dags. 19. janúar 2018, skipulagsnefnd Mosfellsbæjar dags. 22. janúar 2018, Veiðifélag Leirvogsár dags. 12. febrúar 2018 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 23. febrúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs