breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 766
20. mars, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst helst að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöðina Höfða þar sem fyrirtækið hyggst starfsemi sína á Esjumela. Felldar eru niður aðrar 12 lóðir og sameinaðar í eina stóra, sett eru ákveðin skilyrði fyrir lóðina og fylgir m.a. mat á umhverfisþáttum breytingar með tillögunni. Einnig eru nokkrar lóðir sem skilgreindar voru fyrir dreifstöðvar OR felldar út og möguleiki gefinn á að stækka aðliggjandi lóðir, auk þess er gerð breyting á lóðarstærð við Silfursléttu o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 22. október 2019. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. febrúar 2020, Andlegt þjóðarráð bahá´ía á Íslandi dags. 12. mars 2020 og Veitur dags. 12. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.