Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. október 2022 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. október 2022 þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar vegna eftirfarandi: Þar sem verið er að breyta skilgreiningu á lóð úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði þarf í deiliskipulagsbreytingu að gera grein fyrir umhverfismati sbr. ákvæði aðalskipulags fyrir svæði AT5a. Ekki er ljóst hvaða skilmálar munu gilda fyrir lóðina þar sem engin lóð í núgildandi deiliskipulagi Esjumela (m.s.br) hefur staðheitið Kalkslétta 1. Í deiliskipulagsbreytingunni þarf að vera ljóst hvaða skilmálar gilda um lóðina í heild sinni. Að lokum bendir stofnunin á að miðað við nýtingarhlutfall 0,2 virðist sem núþegar hafi allar byggingarheimildir verið fullnýrrar (sbr. upplýsingar í þjóðskrá um stærðir bygginga). Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunnar dags. 27. október 2022.