breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 879
11. ágúst, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslenska Gámafélagsins ehf. dags. 8. apríl 2022 ásamt bréfi ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22. Breytingin felst í skilgreiningu staðfangs hinnar sameinuðu lóðar. Í stað þess að hún beri nafnið Koparslétta 22 er lagt til að hún beri nafnið Kalkslétta 1 og munu skilmálar Kalksléttu 1 gilda fyrir hina sameinuðu lóð samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 8. júní 2022 til og með 21. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðbergur Grétar Birkisson, Anna Grétarsdóttir, Sunna Líf Elvarsdóttir, Þengill Guðbergsson, Steinn Friðgeirsson og Sigríður Ingólfsdóttir dags. 21. júlí 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.