breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 607
28. október, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. ágúst 2016 var lögð fram umsókn Íslenska gámafélagsins ehf., dags. 25. júlí 2016, um framkvæmdaleyfi vegna lóðar E á Esjumelum. Jarðvegsskipt verður á hluta svæðisins (um 2000 m2)fyrir athafnaplan í tengslum við rekstur Íslenska gámafélagsins ehf. Jarðvegsdýpt er frá 2,5 metrum upp í 4 metra þ.a. reikna má með uppúrtekt sem nemur 6-7000 m3. Þeim jarðvegi verður komið fyrir á lóðarmörkum norðanmegin í reitnum sem snýr að Esjunni. Sáð verður í mönina og gróðursett tré. Fyrirhugað er skjólbelti í tengslum við þessa mön. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dag. 28. október 2016.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014