Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. ágúst 2016 var lögð fram umsókn Íslenska gámafélagsins ehf., dags. 25. júlí 2016, um framkvæmdaleyfi vegna lóðar E á Esjumelum. Jarðvegsskipt verður á hluta svæðisins (um 2000 m2)fyrir athafnaplan í tengslum við rekstur Íslenska gámafélagsins ehf. Jarðvegsdýpt er frá 2,5 metrum upp í 4 metra þ.a. reikna má með uppúrtekt sem nemur 6-7000 m3. Þeim jarðvegi verður komið fyrir á lóðarmörkum norðanmegin í reitnum sem snýr að Esjunni. Sáð verður í mönina og gróðursett tré. Fyrirhugað er skjólbelti í tengslum við þessa mön. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dag. 28. október 2016.