Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2020 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2020 þar sem tilkynnt er að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem ekki liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulagsbreytinguna, sbr. lið í skilmálum breytingar á aðalskipulagi fyrir umrætt svæði (AT5a-b) sem staðfest var 2. september 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. ágúst 2020.Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 2. september 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við að tillagan verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.