framkvæmdaleyfi
Kjalarnes
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 785
21. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2020 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 10. júlí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi tveggja akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu er hringtorg, tvenn undirgöng úr stálplötum, áningastaður, hliðarvegir og stígar. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís dags. í júní 2020, útboðs- og verklýsing Verkís dags. í júlí 2020 og álit Skipulagsstofnunar dags. 23. júní 2020 um mat á umhverfisáhrifum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018. Framkvæmdaleyfi skv. 14 gr. skipulagslaga.