(fsp) breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Melavellir
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 552
28. ágúst, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Matfugls ehf. , dags. 27. mars 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir alifuglahús, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 4. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Stefáns Geirs Þórissonar hrl. f.h. Matfugls ehf. dags. 16. mars 2015 og umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 15. apríl 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins, dags. 2. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 30. júní 2015 til og með 12. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson, dags. 10. ágúst 2015 og hverfisráð Kjalarness, dags. 12. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra af fundi skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.