breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Sætún 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 810
26. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Kjalarness ehf. dags. 26. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 25. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún 1 á Kjalarnesi sem felst í að gera nýja einbýlishúsalóð, sem fengið nafnið Sætún G, fyrir neðan núverandi íbúðarlóðir F og E, gera nýja atvinnulóð, sem fengi nafnið Sætún H, neðan við Grundará, leggja akveg frá veginum Sætún niður með einbýlishúsalóð E og nauðsynlegan afleggjara að henni og áfram niður landið suður og yfir Grundará og koma fyrir nýjum afleggjara af fyrirhuguðum tengi/safnvegi sunnanmegin Vesturlandsvegar inn á atvinnulóð A í norðvesturhorni lóðar, samkvæmt tillögu Gunnlaugs O. Johnsonar dags. 4. október 2018 og loftmynd sem skissað er á breytingu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021 samþykkt.