Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta 14 einstaklingsherbergjum í starfsmannahúsi í sjö íbúðir, en fyrir eru fjórar íbúðir þannig að byggingin verður fjölbýlishús með 11 íbúðum, mhl. 04, einnig er sótt um að byggja sorpgerði og hjóla- og vagnageymslu, mhl. 10 og mhl. 11, við fjölbýlishúsið á Arnarholti með landnúmer 221217. Gjald kr. 9.500