afmörkun lóðar
Stardalur/Skálafell
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 636
16. júní, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júní 2017 var lögð fram umsókn Mílu ehf. , mótt. 11.maí 2017, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í landi Stardals á Kjalarnesi og Skálafelli. sem felst í að leggja ljósleiðara frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal eftir þjóðvegi að Leirvogsvatni, í gegnum land Stardals, eftir Skálafellsvegi og upp í tækjahús sem staðsett er á Skálafelli, samkvæmt skýringarmynd Mílu, dags. 25. apríl 2017. Einnig er lögð fram lýsing á lögn ljósleiðarastrengs Neyðarlínu og Mílu, dags. 30. apríl 2017, leyfi Vegagerðarinnar, dags. 9. maí 2017 og samkomulag um lagnaleið vegna lagningu ljósleiðara, dags. 9. maí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2017.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2016 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

162 Reykjavík
Landnúmer: 125878 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036144