breyting á deiliskipulagi
Laugardalur, brettavöllur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 373
18. nóvember, 2011
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningu brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Landslags ehf. dags. september 2011. Jafnframt verða felld úr gildi 186 áður fyrirhuguð bílastæði á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Þór Ólafsson dags. 30. september, Grétar Amazeen dags. 9. október, Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir dags. 24. október, Regína Unnur Margrétardóttir dags. 31. október, Hildigunnur Einarsdóttir dags. 1. nóvember, Chuai Thongsawat og Jóhann Jónmundsson dags. 1. nóvember, Rannveig Pálmadóttir dags. 1. nóvember, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. ÍBR dags. 10. nóvember, Framkvæmdastjórar íþróttamannvirkja í Laugardal dags. 3. nóvember, listi með 12 íbúum dags. 10. nóvember, Stefanía V. Sigurjónsdóttir og Axel Eiríksson dags. 10. nóvember, Jón Á Eiríksson og Elísabet Magnúsdóttir dags. 10. nóvember, Hjalti Þórarinsson og Guðrún Björk Tómasdóttir dags. 10. nóvember og Ágúst H. Bjarnason dags. 10. nóvember 2011.
Svar

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.