tillaga að viðauka - ósk um umsögn
Landsskipulagsstefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 805
22. janúar, 2021
Annað
‹ 474519
473512
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 13. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu, dags. í nóvember 2020, að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Breytingin felst í því að efni kafla 6.3 Nýting vindorku í sátt við umhverfi og samfélag hefur að svo stöddu verið fellt brott, ásamt samsvarandi umfjöllun í umhverfismati. Það er gert vegna áforma um breytingar á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) sem eru í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem haft geta áhrif á efni og útfærslu þessa kafla. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. janúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. janúar 2021.
Svar

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021, samþykkt.