breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 696
31. ágúst, 2018
Frestað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2017 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. , mótt. 31. maí 2017, ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Háaleitisbraut. Í tillögunni felst að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðinni. Á öðrum reitnum næst Kringlumýrarbraut verður heimilt að reisa skrifstofuhús. Hinn byggingarreiturinn verður staðsettur á horni Skipholts og Bolholts, en þar verður heimilt að reisa sex hæða íbúðarhús, kvöð er um að efsta hæðin verði inndregin. Bílastæðum verður fjölgað og byggingarmagn og nýtingarhlutfall hækkar sem þessu nemur, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. , dags. 22. júní 2017.
Svar

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.