Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn
Live ehf.
, mótt. 20. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 26 og 26A við Frakkastíg. Skilmálar fyrir Frakkastíg 26 eru óbreyttir en skilmálar fyrir Frakkastíg 26A breytast. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit sem nemur 5,3 m2 og setja hámarks nýtingarhlutfall 0,97. Heimilt er að vera með einn kvist á hvorri hlið og skal hann vera miðjusettur á framhlið hússins en staðsetning á bakhlið skal vera a.m.k. 0,5m frá enda. Heimilt er að vera með svalir á suðurhlið. Við endurgerð hússins er heimilt að vera með torfþak á húsinu. Hámarkshæð skal vera á bíslagi 2,95 metrar. Heimilt er að vera með veitingastað í flokki II í húsinu. Núverandi umferðarkvöð um Frakkastíg 26 er óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Hjördís Og Dennis ehf., dags. 6. maí 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. maí 2016 til og með 18. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásta Beck lögfr. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur, dags. 14. júní 2016 ásamt greinargerð Sigurðar Sigurpálssonar, dags. 28. maí 2016 og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dags. 15. júní 2016.