Lögð fram umsókn
Live ehf.
, mótt. 20. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 26 og 26A við Frakkastíg. Skilmálar fyrir Frakkarstíg 26 eru óbreyttir en skilmálar fyrir Frakkarstíg 25A breytast. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit sem nemur 5,3 m2 og setja hámarks nýtingarhlutfall 0,97. Heimilt er að vera með einn kvist á hvorri hlið og skal hann vera miðjusettur á framhlið hússins en staðsetning á bakhlið skal vera a.m.k. 0,5m frá enda. Heimilt er að vera með svalir á suðurhlið. Við endurgerð hússins er heimilt að vera með torfþak á húsinu. Hámarkshæð skal vera á bíslagi 2,95 metrar. Heimilt er að vera með veitingastað í flokki II í húsinu. Núverandi umferðarkvöð um Frakkarstíg 26 er óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Hjördís Og Dennis ehf., dags. 6. maí 2016.