Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. apríl 2018 var lagt fram bréf LEX lögmannsstofu dags. 18. apríl 2018 f.h. I 8 ehf. þar sem óskað er eftir undanþágu frá almennum skilmálum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um opnunartíma veitingastaða og verði heimilað að hafa veitingastað að Ingólfsstræti 8 opinn til 03:00 um helgar og frídaga. Til vara er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 20. ágúst 2018.