Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. janúar 2020 var lögð fram umsókn Richards Ólafs Briem dags. 18. desember 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 18 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst að breytt er texta þannig að ekki verði einungis heimilt að koma fyrir aðfluttu húsi á lóðinni heldur einnig heimilt að byggja þar staðbyggt hús, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 18. desember 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.