Lögð fram umsókn Richards Ólafs Briem dags. 18. desember 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 18 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst að breytt er texta þannig að ekki verði einungis heimilt að koma fyrir aðfluttu húsi á lóðinni heldur einnig heimilt að byggja þar staðbyggt hús, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 18. desember 2019.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.