Lögð fram umsókn Steinars Sigurðssonar dags. 8. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæði 3G vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst að lóðarmörkum lóðarinnar er breytt þannig að göngustígur sem liggur að hluta inn á lóð liggi allur á borgarlandi, sú minnkun lóðar sem verður við þá færslu er bætt upp með hliðrum suðurmarka lóðarinnar sem því nemur, sunnan núverandi byggingar er heimiluð aðkoma fyrir þjónustu við efri hæð en bílastæði óheimil og felld er úr gildi kvöð um grasþekju á þaki vörumóttöku á suðurhlið, samkvæmt uppdrætti Teikn arkitektaþjónustu ehf. dags. 1. ágúst 2018.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.