breyting á deiliskipulagi
Frakkastígsreitur 1.172.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 826
25. júní, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Orra Árnasonar dags. 31. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33a, 33b, 35, 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að fallið er frá því að rífa steinhús á baklóð Laugavegar 37 og nýbygging sem fyrirhugað er að rísi á baklóðinni verður stytt sem því nemur og verður hluti af Laugavegi 35, sem og áður nefnt steinhús. Nýbygging að Laugavegi 35 verður breikkuð. Heimilt verður að bæta við litlum svölum á húsin við Laugaveg. Íbúðum á skipulagsreitnum fækkar og byggingarmagn minnkar. Lóðamörk eru færð til o.fl., samkvæmt uppf. uppdr. Zeppelin ehf. dags. 21. apríl 2021, mótt. 22. júní 2021. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 22. og 24. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. maí 2021 til og með 23. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Halldór Ólafsson og Danfríður Árnadóttir f.h. Nýhöfn 1-5 ehf. dags. 21. júní 2021, Kristinn B. Ragnarsson f.h. Perla Properties ehf. dags. 21. júní 2021 og Heba Hertervig og Sigurður Jónsson dags. 22. júní 2021. Einnig er lagt fram samkomulag milli eigenda Vatnsstígs 4, Leiguíbúða ehf og eigenda íbúða 0301 og 0401 Hverfisgötu 52 dags. 24. júní 2021 og samkomulag milli eigenda Vatnsstígs 4, Leiguíbúða ehf og eigenda íbúðar 0201 á Hverfisgötu 52 dags. 24. júní 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.