Kvistir, þakgluggar, endurnýja þak o.fl.
Laufásvegur 63
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 581
15. apríl, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka þak, stækka kvist á norðausturhlið, byggja kvist á suðvesturhlið og innrétta herbergi og bað í risi einbýlishúss á lóð nr. 63 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars til og með 7. apríl 2016. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015.
Einnig bréf umsækjanda dags. 20. september 2015 og minnisblað um brunavarnir dags. 26. janúar 2016. Stækkun: xx rúmm. Gjald kr. 9.823
Svar

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102699 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016566