breyting á deiliskipulagi
Þingholtsstræti 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 749
1. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar dags. 26. ágúst 2019 ásamt greinargerð dags. 26. ágúst 2019 um breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.183.3, Grundarstígreit vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í að stækka og hækka viðbyggingu við suðurgafl núverandi húss og gera við hana svalir á 1. og 2. hæð auk svala á þaki útbyggingar, gera kvist með mænisþaki og þremur gluggum á bakhlið hússins, fjölga íbúðum í húsinu í sjö o.fl., samkvæmt uppdr. P.Ark dags. 23. ágúst 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019, samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101954 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016139