breyting á deiliskipulagi
Þingholtsstræti 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 794
23. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. október 2020 var lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 2. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti. Í breytingunni felst stækkun á viðbyggingu núverandi húss og gerð áfastra svala á 1. og 2. hæð viðbyggingar auk svala á þaki viðbyggingar, fjölgun íbúða úr fjórum í sjö og setja kvist á austurhlið þaks núverandi húss, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 19. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2019. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Umsækjandi hafi samband við embættið.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101954 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016139