friðlýsing menningarlandslags
Laugarnestangi
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 765
13. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf íbúaráðs Laugardals dags. 11. mars 2020 vegna eftirfarandi bókunar frá fundi ráðsins 9. mars 2020 vegna umræðu um skipulagsmál á Laugarnestanga: Íbúaráð hefur fregnað af áhyggjum íbúa varðandi hugmyndir um uppbyggingu á Laugarnestanga. Svæðið er mikilvægt menningar- og útivistarsvæði og jafnframt felast í því verðmæti vegna sjónlínu sem nú þegar hefur verið skert með landfyllingu. Faxaflóahafnir og Veitur hafa lýst yfir áhuga á uppbyggingu á tanganum. Íbúaráð styður óskir íbúa um að vera hafðir með í ráðum áður en hugmyndir þessu að lútandi verða bundnar fastmælum, svo sem í deiliskipulagi. Íbúaráð skorar á borgaryfirvöld að fara ekki í neinar skuldbindingar vegna svæðisins nema að fengnu samráði við íbúa á öllum stigum málsins.
Svar

Lagt fram.