Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2021 var lögð fram umsókn frá Arkitektar Laugavegi 164 ehf. dags. 6. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Guðríðarstíg. Í breytingunni felst að byggingarreitur hússins stækkar til suðvesturs þannig að hægt verði að byggja við húsið. Hluti viðbyggingar verður á þremur hæðum en stærsti hlutinn á einni hæð. Stækkunin nýtist fyrir skrifstofustarfsemi og lager. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall og byggingarmagn eykst, samkvæmt uppdr. Glámu Kím arkitekta dags. 6. september 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.