Breytingar inni - Gististaður fl.2 teg.g 3-5 hæð
Laugavegur 105
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 650
21. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2017 var lögð fram umsókn Björns Stefáns Hallssonar, mótt. 20. júlí 2017, ásamt bréfi f.h. Hótel Hlemmur Square LV-105, dags. 20. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 105 við Laugaveg. Breytingin felur í sér viðbyggingu á fjórum hæðum, yfir þaki jarðhæðar, með fimm stúdíóíbúðum á hverri hæð, samtals tuttugu nýjar íbúðir. Fyrir eru ellefu stúdíóíbúðir á 2. hæð og tvær þriggja herbergja íbúðir í einkaeign á 6. hæð. Að fyrirhuguðum framkvæmdum loknum verða íbúðir hússins 33 að tölu. Núverandi hótelrými verða óbreytt, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf., dags. 20. júlí 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 102974 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018235