(fsp) breyting á deiliskipulagi
Laugavegur 176
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 760
31. janúar, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Yrki arkitekta ehf. að nýju deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholti 31 til vesturs. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 176 vegna fyrirhugaðs hótels, en aðrar lóðir á skipulagsreitnum verða skilgreindar sem óbreyttar lóðir þar sem núverandi ástand er óbreytt samkvæmt uppdráttum Yrki arkitekta ehf. dags. 6. september 2019. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Ingibergur Sigurðsson dags. 15. janúar 2020, Local lögmenn f.h. Tannlækninga ehf., Tannheils ehf., Laser-Tannlæknastofu ehf og Sigfúsar Haraldssonar dags. 24. janúar 2020, Logos lögmannsþjónusta f.h. Vallhólma ehf., Dyrhólma ehf. og Hraunhólma ehf. dags. 28. janúar 2020, Veitur dags. 28. janúar 2020 og Íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103435 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018273